,,Rekstur samstæðunnar er góður og skilar betri afkomu en áætlanir gerðu ráð fyrir"
11.04.2025
Ársreikningurinn hefur verið áritaður af bæjarráði og bæjarstjóra, en samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í bæjarstjórn. Áformað er að ársreikningurinn verði afgreiddur við síðari umræðu í bæjarstjórn þann 8. maí næstkomandi.
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2024 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær. Rekstur samstæðunnar er góður og skilar betri afkomu en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstrartekjur samstæðu A og B hluta námu samtals 11.055 milljónum króna, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 8.754 milljónum króna.